Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs

Júlíus Viggó Ólafsson, Arent Orri J. Claessen og Sigurbjörg Guðmundsdóttir. …
Júlíus Viggó Ólafsson, Arent Orri J. Claessen og Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Valgerði Laufeyju Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Stúdentaráð

Arent Orri J. Claessen var kjörinn nýr forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands á kjörfundi ráðsins í gærkvöldi.

Í tilkynningu segir að réttindaskrifstofa og nýkjörið stúdentaráð muni formlega taka til starfa eftir skiptafund undir lok maí. Arent Orri muni taka við af sitjandi forseta SHÍ, Rakel Önnu Boulter.

Á réttindaskrifstofu stúdentaráðs voru einnig kjörin:

  • Varaforseti: Sigurbjörg Guðmundsdóttir
  • Hagsmunafulltrúi: Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
  • Lánasjóðsfulltrúi: Júlíus Viggó Ólafsson

Í fyrsta sinn í meirihluta frá 2017

Arent er með er BA-gráðu í lögfræði og sinnir nú meistaranámi í faginu. Arent lét á dögunum af formennsku í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, en Vaka sigraði kosningar til ráðsins í mars og var það í fyrsta skipti sem fylkingin er í meirihluta síðan 2016-2017.

Arent hefur starfað sem laganemi hjá Landslögum, auk sjálfstæðra starfa í markaðs- og viðburðastjórnun. Þá rekur Arent einnig kortafyrirtækið Label ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert