Kosningastjóri Höllu kominn í leyfi frá ríkinu

Vigdís Jóhannsdóttir er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur.
Vigdís Jóhannsdóttir er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands, hefur stigið til hliðar tímabundið þar sem hún er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.

„Ég óskaði eftir leyfi frá störfum strax og þetta lá fyrir. Það hafa verið einhverjar skuldbindingar nú í apríl sem ég hef þurft að fylgja eftir og koma í farveg, en er að öðru leyti komin í leyfi,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is.

Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir mánuði síðan en hún bauð sig einnig fram til embættisins árið 2016 þar sem hún fékk næstflest atkvæði, eða tæp 28 prósent. 

Samkvæmt skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið, sem gerð var dagana 9.-14. apríl, var fylgi Höllu 4,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert