Búið er að opna aftur fyrir umferð yfir Ölfusárbrú eftir að tveggja bíla árekstur sem varð á tólfta tímanum.
Þetta segir Hilmar Sigurjónsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.
Hann segir að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Ekki er talið að um alvarleg meiðsli sé að ræða. Aðrir hlutu ekki áverka.
Ölfusárbrú var lokað tímabundið eftir að slysið átti sér stað. Bílarnir sem voru í árekstrinum voru fjarlægðir og var því opnað fyrir umferð um brúnna upp úr klukkan 12.