Verði frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um örorkulífeyriskerfi almannatrygginga samþykkt er mikilvægt að fjárhagslegur ávinningur af nýju kerfi verði nýttur til að bæta og styrkja kjör fatlaðs fólks.
Þetta segir í umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka (áður Öryrkjabandalag Íslands) um frumvarpið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Kostnaðarauki ríkisins af áformuðum lagabreytingum er áætlaður 19 ma. kr., upphæð sem ætlað er að ná til baka með aukinni áherslu á endurhæfingu svo fólk sem nýtur stuðnings komist sem fyrst aftur til atvinnuþátttöku. ÖBÍ varar þó við í umsögn sinni að markmið um sparnað komi niður á réttindum fatlaðs fólks.
„Alþingi ber ábyrgð á lífskjörum þúsunda sem eiga allt sitt undir því að breytingar sem kunna að verða gerðar tryggi mannsæmandi framfærslu og tækifæri til þátttöku í samfélaginu til jafns við ófatlað fólk,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ í samali við Morgunblaðið.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.