Kjarnorkuknúinn kafbátur sést út um gluggann

Ljósmynd/Margrét Edda Arnardóttir

Kjarnorkuknúni kafbáturinn USS New Hampshire sést um þessar mundir út um stofugluggann hjá sumum Suðurnesjamönnum. Er þetta fjórða þjónustuheimsókn bandarísks kafbáts til landsins. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að í þessari þjónustuheimsókn sé verið að sækja vistir og einnig verið að skipta um hluta áhafnarinnar. 

Land­helg­is­gæsl­an hef­ur sinnt þeirri þjón­ustu sam­kvæmt samn­ingi við banda­ríska sjó­her­inn frá því í fyrra. 

Ljósmynd/Margrét Edda Arnardóttir

Sérð ekki svona á hverjum degi

Varðskipið Þór fylgdi honum í landhelgina og sést einnig ásamt kafbátnum um þessar mundir út af Helguvík. Þegar heimsókninni er lokið mun Þór fylgja kafbátnum út úr landhelginni.  

Í færslu inni á facebook-síðunni Garðmenn og Garðurinn birti Margrét Edda Arnardóttir nokkrar myndir af kafbátnum og skrifaði: 

„Ekki á hverjum degi sem maður sér kafbát út um gluggann hjá sér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert