Ræðst er nú við í Rangárvallasýslu

Íbúar á Hvolsvelli telja nú um 1.100 manns skv. Hagstofunni.
Íbúar á Hvolsvelli telja nú um 1.100 manns skv. Hagstofunni. mbl.is/Árni Sæberg

Hreppsnefnd Ásahrepps hefur óskað eftir óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög í Rangárvallasýslu, það er Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. Fulltrúar þessara sveitarfélaga hafa hist á einum fundi þar sem skoðanir voru settar fram og ýmsar sviðsmyndir ræddar.

„Fundurinn skilaði því að ekkert var útilokað og sveitarstjórnir í Rangárvallasýslu tilbúnar til frekari viðræðna varðandi sameiningarmál,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í pistli á vef sveitarfélagsins.

Jafnhliða kosningum til Alþingis haustið 2021 voru greidd atkvæði um tillögu um sameiningu sveitarfélaga á austanverðu Suðurlandi. Sú var öllu víðtækari en núverandi hugmyndir. Þá var undir að sameina öll sveitarfélög milli Þjórsár og Lómagnúps; þau þrjú í Rangárvallasýslu sem fyrr eru nefnd svo og Mýrdal og Skaftárhrepp. Sú tillaga var hins vegar felld afgerandi af íbúum í Ásahreppi, þaðan sem frumkvæðið í sameiningarmálum kemur nú.

Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar haustið 2021 var kannað í Rangárþingi eystra hvert viðhorf fólks þar til sameiningarmála almennt væri. Sú könnun leiddi í ljós að um 2/3 aðspurðra vildu sameina sveitarfélögin í Rangárvallasýslu.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert