Stefna á útflutning jarðarberja

Ken Noda forstjóri iFarm Iceland og Justine Vanhalst, verkefnastjóri hjá …
Ken Noda forstjóri iFarm Iceland og Justine Vanhalst, verkefnastjóri hjá Græna iðngarðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Japanskir fjárfestar hafa hafið ræktun jarðarberja í Græna iðngarðinum í Helguvík. Ræktað er japanskt afbrigði og er stefnan að hefja útflutning til London, Parísar og fleiri borga.

Ken Noda, forstjóri iFarm Iceland ehf., segir nú gerðar tilraunir með ræktun wasabi í Japan. Ætlunin sé að hefja ræktun þess á Íslandi í haust.

„Verið er að gera tilraunir með ræktun wasabi í Japan og mun framleiðsla á Íslandi hefjast í september 2024. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á að flytja út wasabi en í framtíðinni vonumst við til þess að geta opnað sushi-veitingastað og notað íslenskt sjávarfang og japönsk hrísgrjón sem við framleiðum,“ segir Noda sem leiðir líkur að því að þetta sé fyrsta fyrirtækið sem Japanir stofna á Íslandi.

„Við myndum vilja styrkja tengslin milli Íslands og Japans, enda eru bæði lönd eyjasamfélög,“ segir Noda.

Frá kynningunni í húsi Sjávarklasans síðasta föstudag.
Frá kynningunni í húsi Sjávarklasans síðasta föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dýr munaðarvara

Noda kynnti jarðarberin og áform fyrirtækisins á athöfn í Sjávarklasanum síðasta föstudag.

Þar kom fram að Japanir neyta mikils magns af ferskum jarðarberjum og að hátt verð, jafnvel allt að 30 þúsund krónur á kíló, sé greitt fyrir fágæt afbrigði af berjunum.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert