Stefna á útflutning jarðarberja

Ken Noda forstjóri iFarm Iceland og Justine Vanhalst, verkefnastjóri hjá …
Ken Noda forstjóri iFarm Iceland og Justine Vanhalst, verkefnastjóri hjá Græna iðngarðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jap­ansk­ir fjár­fest­ar hafa hafið rækt­un jarðarberja í Græna iðngarðinum í Helgu­vík. Ræktað er jap­anskt af­brigði og er stefn­an að hefja út­flutn­ing til London, Par­ís­ar og fleiri borga.

Ken Noda, for­stjóri iFarm Ice­land ehf., seg­ir nú gerðar til­raun­ir með rækt­un wasa­bi í Jap­an. Ætl­un­in sé að hefja rækt­un þess á Íslandi í haust.

„Verið er að gera til­raun­ir með rækt­un wasa­bi í Jap­an og mun fram­leiðsla á Íslandi hefjast í sept­em­ber 2024. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á að flytja út wasa­bi en í framtíðinni von­umst við til þess að geta opnað sus­hi-veit­ingastað og notað ís­lenskt sjáv­ar­fang og japönsk hrís­grjón sem við fram­leiðum,“ seg­ir Noda sem leiðir lík­ur að því að þetta sé fyrsta fyr­ir­tækið sem Jap­an­ir stofna á Íslandi.

„Við mynd­um vilja styrkja tengsl­in milli Íslands og Jap­ans, enda eru bæði lönd eyja­sam­fé­lög,“ seg­ir Noda.

Frá kynningunni í húsi Sjávarklasans síðasta föstudag.
Frá kynn­ing­unni í húsi Sjáv­ar­klas­ans síðasta föstu­dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Dýr munaðar­vara

Noda kynnti jarðarber­in og áform fyr­ir­tæk­is­ins á at­höfn í Sjáv­ar­klas­an­um síðasta föstu­dag.

Þar kom fram að Jap­an­ir neyta mik­ils magns af fersk­um jarðarberj­um og að hátt verð, jafn­vel allt að 30 þúsund krón­ur á kíló, sé greitt fyr­ir fá­gæt af­brigði af berj­un­um.

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka