Shokri Keryo, sænskur karlmaður sem er 21 árs gamall, var í morgun dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember.
Maðurinn er sakfelldur fyrir hættubrot, en sýknaður fyrir tilraun til manndráp. Þetta staðfestir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, við mbl.is.
Shokri neitaði sök á skotárásinni fyrir dómi í mars. Sagðist hann lítið muna eftir kvöldinu umrædda þar sem hann var sakaður og dæmdur fyrir að hafa skotið fjórum skotum í áttina að fjórum einstaklingum. Eitt skotanna fór inn um glugga hjá fjögurra manna fjölskyldu, sem er málinu að öllu óviðkomandi.
Sá sem særðist í árásinni heitir Gabríel Douane Boama en hann hefur hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann sagðist ekkert muna eftir árásinni fyrir dómi, né vita um hana.
Shokri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn eftir árásina.