Ekki byggt í takt við áform sveitarfélaga

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú til byggingarhæfar lóðir undir …
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú til byggingarhæfar lóðir undir tæplega 2.800 íbúðir í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, segir að byrjað hafi verið að byggja mun færri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en sveitarfélögin hafi stefnt að.

Að sögn Elmars mun fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að komi á markað í ár og á næsta ári einungis fullnægja rúmlega helmingi af áætlaðri íbúðaþörf.

Fjallað eru um þessa greiningu í Morgunblaðinu í dag og hún sett í samhengi við fjölda byggingarhæfra lóða undir íbúðir í Reykjavík.

Tæplega 2.800 íbúðir

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú til byggingarhæfar lóðir undir tæplega 2.800 íbúðir í Reykjavík.

Raunar eru sumar lóðirnar eldri mannvirki sem þurfa að víkja fyrir nýbyggingum eða að breyta þarf núverandi byggingum í íbúðarhúsnæði. Elmar segir allt að þrjú ár geta liðið þar til íbúðirnar koma á markað. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka