Gul viðvörun vegna rigningar og asahláku

Gul viðvörun tekur gildi í fyrramálið.
Gul viðvörun tekur gildi í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tekur gildi í fyrramálið á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi vegna rigningar og asahláku.

Viðvörunin tekur gildi klukkan 6 á Breiðafirði og Vestfjörðum, en klukkan 9 og 10 á hinum svæðunum.

Einnig er útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm á Snæfellsnesi.

„Talsverð rigning og ört hækkandi hitastig. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns,” segir í tilkynningu frá Veðurstofunni um Vestfirði.

Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingarvatns.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert