Hvað er kíghósti?

Kíghósti leggst einkum á börn en einnig unglinga og fullorðna.
Kíghósti leggst einkum á börn en einnig unglinga og fullorðna. Oksana Bratanova

Kíg­hósti (e. pert­uss­is) er önd­un­ar­færa­sýk­ing sem er al­geng­ust hjá börn­um, einkum á fyrstu mánuðum æv­inn­ar, að því er seg­ir á vef Heilsu­veru um sjúk­dóm­inn.

Nokk­ur kíg­hósta­smit hafa greinst á höfuðborg­ar­svæðinu að und­an­förnu og seg­ir Nanna Krist­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á höfuðborg­ar­svæðinu, að sýk­ing­in hafi lík­leg­ast verið í dreif­ingu í ein­hvern tíma.

„Hjá ung­ling­um og full­orðnum birt­ist sjúk­dóm­ur­inn sem langvar­andi og þrálát­ur hósti,“ seg­ir á vef Heilsu­veru. 

Sýk­ing­in staf­ar af bakt­erí­unni bor­detella pert­uss­is sem fram­leiðir eit­ur­efni sem get­ur valdið slæm­um hósta­köst­um.

Ein­kenni geta varað í tíu vik­ur

Meðal ein­kenna eru vægt kvef, vax­andi hósti, slím­söfn­un og slæm hósta­köst, sér­stak­lega á næt­urn­ar.

„Eft­ir um það bil tvær vik­ur fær­ast ein­kenn­in í vöxt með áköf­um hósta­köst­um og fylg­ir þeim ein­kenn­andi sog­hljóð við inn­önd­un,“ seg­ir á Heilsu­veru.

Þá eru síðari ein­kenni hnerri, nefrennsli og hiti. Sjúk­ling­ar geta fundið fyr­ir ein­kenn­um sjúk­dóms­ins í allt að tíu vik­ur.

Forðast um­gengni við ung­börn

Smit berst á milli manna með úða frá önd­un­ar­fær­um, til dæm­is með hnerra. Meðgöngu­tími sjúk­dóms­ins er venju­lega 2-3 vik­ur.

Fólk sem smit­ast af kíg­hósta þarf að forðast um­gengni við ung­börn, eins og kost­ur er. Nota skal skurðstofumaska ef leita þarf til lækn­is.

Sjúk­dóm­ur­inn er greind­ur með rækt­un frá nefi. 

Hluti af barna­bólu­setn­ingu

Bólu­setn­ing er áhrifa­rík leið til þess að koma í veg fyr­ir kíg­hósta. Bólu­setn­ing gegn sjúk­dómn­um er hluti af barna­bólu­setn­ingu.

„Börn eru bólu­sett ung því sjúk­dóm­ur­inn er hættu­leg­ast­ur yngstu börn­un­um. Hér á landi eru börn bólu­sett við 3, 5 og 12 mánaða ald­ur og end­ur­bólu­sett við 4 og 14 ára ald­ur,“ seg­ir á vef Heilsu­veru.

Al­var­leg­ir fylgi­kvill­ar ungra barna

Ung­um börn­um er sér­stak­lega hætt við al­var­leg­um fylgi­kvill­um vegna kíg­hósta. Meðal þeirra geta verið önd­un­ar­stopp, kramp­ar, lungna­bólga og trufl­un á heil­a­starf­semi.

Börn sex mánaða og yngri fá oft­ast meðferð á sjúkra­húsi. Sjúk­dóm­ur­inn er ekki jafn al­var­leg­ur hjá full­orðnum og eldri börn­um. 

Oft­ast þarf ekki sér­staka meðferð við kíg­hósta, en meðferðin snýr helst að því að taka verkjalyf og drekka mik­inn vökva.

Hvað get ég gert?

Meðal þess sem hægt er að gera til að hjálpa til við ein­kenn­in vegna kíg­hósta er að hækka und­ir höfðalag­inu við svefn, drekka vel af vökva. Þá geta heit­ir drykk­ir hjálpað. Næg hvíld get­ur hjálpað og að forðast áreiti eins og reyk­ing­ar og sterk lykt­ar­efni. 

Þá get­ur heit gufa hjálpað til. Hægt er að skrúfa frá heita vatn­inu inni á baðher­bergi, loka að sér og sitja þar inni í 20-30 mín­út­ur.

Hósta­saft ger­ir lítið gagn gegn kíg­hósta, að því er seg­ir á vef Heilsu­veru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert