Innköllun þar sem magn blásýru mældist yfir mörkum

First price hörfræ.
First price hörfræ. Ljósmynd/Aðsend

Danska fyrirtækið Dagrofa, endursöluaðili First Price, hefur í samráði við Krónuna, Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað First Price hörfræ af markaði þar sem magn sýaníðs eða blásýru (HCN) mældist yfir viðmiðunarmörkum. Þessi varrúðarráðstöfun á eingöngu við lotu merkta Best fyrir: 05 2025.  

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Hörfræ innihalda að staðaldri snefil af sýaníði, sem kemur aðalega frá sýaníðmyndandi glýkósíðum. Þegar fræin eru skemmd eða tuggin, breyta ensím þessum glýkósíðum í sýaníð. Meðalmagn af sýaníði í hörfræjum er almennt mjög lágt og öruggt til neyslu. Athuga skal að eldunarhættir, eins og að baka eða sjóða, sjá til þess að draga úr magni af sýaníði í hörfræjum. 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:  

  • Vöruheiti: First Price hörfræ 
  • Vörumerki: First price 
  • Nettómagn: 250 g 
  • Framleiðandi: Rol - Ryz Sp. Z.o.o. 
  • Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14 
  • Framleiðsluland: Pólland 
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 05 2025 
  • Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað. 
  • Dreifing: Allar verslanir Krónunnar 

„Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í verslunum Krónunnar er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun gegn fullri endurgreiðslu. Krónan biður viðskiptavini sína afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda. 

Fyrir nánari upplýsingar um innköllun vörunnar er hægt að senda tölvupóst á netfangið innkallanir@kronan.is,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert