Segjast ekki vera á kaldri slóð

Þjófanna sem stálu tugum milljóna króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar.
Þjófanna sem stálu tugum milljóna króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregla segir rannsókn á ráni í Hamraborg þar sem miklum fjármunum var stolið sé ekki á kaldri slóð. Enn séu vísbendingar sem sjö manna rannsóknarteymi á lögreglustöð 3 er að kanna

„Það er er of snemmt að tala þannig [um kalda slóð]. Það eru alls konar vísbendingar sem er verið að vinna í,“ segir Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri.

Engir litaðir peningar í umferð

Hann segir að engir litaðir peningar komist í umferð en eins og fram hefur komið sprakk litasprengja í annarri af þeim tveimur töskum sem innihélt peninga.

20-30 milljónir króna eru sagðar hafa verið teknar í ráninu en lögregla gefur ekki upp hversu há upphæð kann að hafa litast þegar litasprengjan sprakk.

Í heild voru sjö töskur teknar úr flutningabílnum. Að sögn Gunnars voru litasprengjur í öllum töskum. Líka þeim tómu en ekki sprungu allar litasprengjurnar.

Lögregla tjáir sig ekki um það hvort innlendir eða erlendir aðilar séu taldir standa að baki ráninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert