Stálu próflausnum nemenda

Réttarholtsskóli.
Réttarholtsskóli. Árni Sæberg

Húsbrot var framið í Réttarholtsskóla og skemmdarverk framin, en tilkynnt var um brotið til lögreglu þann 15. apríl síðastliðinn.

Fram kemur í pósti frá skólastjórnanda að próflausnir nemenda hafi verið teknar úr læstum skáp og að lögreglu og Persónuvernd hafi verið tilkynnt um atvikið í framhaldinu. 

Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að farið hafi verið inn í tvær stofur. Sjónvörp voru skemmd sem og fartölva, auk þess sem tæmt var úr slökkvitæki. 

Sökudólgarnir reyndust ungir einstaklingar og að sögn Ásmundar var málið unnið með forráðamönum og Barnarvernd í framhaldinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert