Svo virðist sem fimm keppendur berjist um Íslandsmeistaratitilinn í skák árið 2024.
Stórmeistararnir Vignir Vatnar Stefánsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson eru efstir með 3½ vinning.
Allir unnu þeir í gær, að því er segir í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands.
Vignir vann Bárð Örn Birkisson, Hannes lagði Íslandsmeistara kvenna, Olgu Prudnykovu, að velli og Helgi Áss Grétarsson hafði sigur á stigahæsta keppenda mótsins, Hjörvari Steini Grétarssyni, í sveiflukenndri skák.
Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson vann Héðin Steingrímsson í hörkuskák og er fjórði með 3 vinninga. Annar ungur og efnilegur alþjóðlegur meistari, Aleksandr Domalchuk-Jonasson, er fimmti með 2½ vinning eftir jafntefli við Dag Ragnarsson.
Næstu menn hafa 1½ vinning og ólíklegt að þeir nái að blanda sér í baráttuna. Það er þó ekki útilokað með góðum endaspretti, að því er segir í tilkynningunni.
Staðan:
1.-3. Vignir Vatnar Stefánsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson 3½ v.
4. Hilmir Freyr Heimisson 3 v.
5. Aleksandr Domalchuk-Jonasson 2½ v.
6.-9. Héðinn Steingrímsson, Olga Prudnykova, Dagur Ragnarsson, Guðmundur Kjartansson 1½ v.
10. Bárður Örn Birkisson 1 v.
11.-12. Hjörvar Steinn Grétarsson og Lenka Ptácníková ½ v.
Fimmta umferð fer fram í dag og hefst kl. 15. Þá mætast meðal annars Hilmir og Hannes, Olga og Helgi Áss og Lenka og Vignir.
Teflt er í þróttamiðstöðinni Klett (Hlíðarvöllur) og eru áhorfendur velkomnir.