Líkti forsetaframbjóðendum við Guðna Ágústsson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir á flokksþinginu.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir á flokksþinginu. mbl.is/Óttar

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gerði á flokksþingi Fram­sókn­ar góðlát­legt grín að fram­bjóðend­um til embætt­is for­seta Íslands.

Hún sagði meira og minna alla fram­bjóðend­urn­ar vera komna í lopa­peysu að láta taka mynd­ir af sér bros­andi úti á landi með hund eða lamb sér við hlið.

„Það má eig­in­lega segja að við séum að horfa upp á lít­inn Guðna Ágústs­son [fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherra]í hverj­um ein­asta fram­bjóðanda,” sagði hún og upp­skar mik­inn hlát­ur í saln­um.

Gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una

Líkt og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem steig í pontu á und­an henni gagn­rýndi Lilja Dögg Sam­fylk­ing­una og sagði hana nán­ast hafa gengið inn í Fram­sókn­ar­flokk­inn með stefnu­mál­um sín­um.

Nefndi hún and­stöðu við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, nýt­ingu fleiri virkj­ana­kosta og raun­sæj­ar breyt­ing­ar á mál­efn­um út­lend­inga sem dæmi.

Frá flokksþinginu.
Frá flokksþing­inu. mbl.is/Ó​ttar

Hún sagði Sam­fylk­ing­una hafa tekið hverja U-beygj­una á fæt­ur ann­arri í mál­flutn­ingi sín­um og að flokk­ur­inn væri í raun og veru að kepp­ast að því að gera stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins að eig­in stefnu.

Hún sagði að ef Sam­fylk­ing­in yrði leiðandi hér á landi yrði aðild að ESB kom­in á dag­skrá ís­lenskra stjórn­valda með til­heyr­andi sjálf­stæðis­fórn. Þetta yrði Fram­sókn­ar­fólk að koma í veg fyr­ir.

„Þjóðinni hef­ur alltaf vegnað best þegar við höf­um efna­hags­legt sjálf­stæði. Það má ekki vera þannig að við sofn­um eitt­hvað á þeirri vakt. Ég get lofað ykk­ur því að þá fer að fjara und­an þess­um góðu lífs­gæðum sem við höf­um hér á Íslandi í dag,” sagði Lilja Dögg.

„Ekki einn dropi einka­vædd­ur“

Hún minnt­ist á að græn raf­orku­fram­leiðsla hefði verið einn helsti burðarás lífs­kjara­sókn­ar í land­inu.

„Ég ætla ekki að neita því að sú kyrrstaða sem hef­ur verið í raf­orku­vinnslu hér á landi hún veld­ur auðvitað gríðarleg­um áhyggj­um,” sagði hún. Fara þurfi frá rauðu ljósi yfir á grænt ljós í orku­mál­un­um.

Sigurður Ingi á flokksþinginu.
Sig­urður Ingi á flokksþing­inu. mbl.is/Ó​ttar

Lilja Dögg talaði um mik­il­vægi Lands­virkj­un­ar og nefndi að fyr­ir­tækið hefði skilað 55 millj­örðum í arðgreiðslur í rík­is­sjóð að und­an­förnu.

„Það verður ekki einn dropi einka­vædd­ur hjá Lands­virkj­un á okk­ar vakt,” sagði hún og upp­skar við það lófa­klapp.

Lilja Dögg sagðist í lok ræðu sinn­ar vilja gegna stöðu vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka