Fullorðinn einstaklingur greindist með mislinga á Norðurlandi í gær. Greining var staðfest í kjölfarið, að því er segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Einstaklingurinn er í einangrun í heimahúsi.
Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur, að því er segir í tilkynningunni. Einkenni geti komið fram hjá smituðum 1-3 vikum eftir smit.
Helstu einkenni eru hiti, kvef, augnroði og útbrot á húð.