Sama stefna í gildi í útlendingamálum

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, segir sömu stefnu í gildi í útlendingamálum nú og áður en hún lét af embætti fyrr í þessum mánuði. Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, hefur heitið því eftir að hann tók við forystu í stjórninni að hann muni ná tökum á landamærunum. Segir Katrín ekki að í því felist stefnubreyting.

Katrín Jakobsdóttir í Spursmálum.
Katrín Jakobsdóttir í Spursmálum. mbl.is/María Matthíasdóttir

Taka verði stjórn á landamærunum

Í ræðu sem Bjarni flutti á fundi um 700 Sjálfstæðismanna þann 13. apríl síðastliðinn sagði hann meðal annars um þessi mál:

„Við verðum að taka stjórn á landa­mær­um Íslands, það er núm­er eitt. Við ætl­um áfram að ná ár­angri við að lækka verðbólg­una. Við þurf­um að fá vexti niður og það er lík­legt að við náum góðum ár­angri á þessu ári.“

Katrín er gestur Spursmála þar sem þessi mikilvægi og viðkvæmi málaflokkur er til umfjöllunar og má orðaskipti hennar og þáttarstjórnanda sjá í spilaranum hér að ofan. Þau eru einnig rakin hér að neðan.

Tugmilljarða kostnaður á ári hverju

Eitt af því sem menn óttast varðandi þjóðarheildina er þessi mikli innflutningur fólks til landsins, bæði vinnuafls en líka flóttamanna. Nú talar nýr forsætisráðherra eins og að mönnum sé, eftir stjórnarskiptin eða eftir að hann settist í stólinn, að það takist að draga fyrir þennan óhefta straum til landsins. Má lesa þannig í þá atburðarás að þú berir ábyrgð á því að landamærin hafa verið hér opin og ástandið hafi verið stjórnlaust og kostnaður vegna málaflokksins hlaupi nú á mörgum tugum milljarða á ári hverju.

Ekki farið með málefni landamæranna

„Ég hef nú ekki farið með málefni landamæranna í minni tíð í ríkisstjórn. Svo ég segi það nú bara. Það eru aðrir sem hafa haldið utan um þá.“

Þú ert forsætisráðherra, það þýðir ekkert, þú berð ábyrgð á öllum málaflokkum.

Já. Já. ég þekki það alveg.“

Og þinn flokkur hefur staðið mjög hart gegn því að menn þrengi löggjöfina.

„Nú ætla ég ekki að hverfa aftur inn í pólitíkina þótt þú sért dálítið að reyna að draga mig.“

Skammt er síðan Katrín Jakobsdóttir hvarf úr embættis forsætisráðherra. Málefni …
Skammt er síðan Katrín Jakobsdóttir hvarf úr embættis forsætisráðherra. Málefni innflytjenda hafa reynst stórt bitbein í stjórnarsamstarfinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umhverfið hefur breyst hratt

„Ég held að við verðum að horfa á að þetta umhverfi hefur verið að breytast mjög hratt. Við höfum verið að sjá töluverða breytingu á íbúasamsetningu og það skiptir máli að við tökum utan um það og tryggjum að þau sem hingað koma njóti líka tækifæra.“

En gerðuð þið það?

„Það var kynnt hér heildarsýn í minni tíð í þessum málaflokki og ég vænti þess að hún sé bara í fullu gildi. En ég held að í stóru myndinni, sem varðar forsetaembættið, sé það auðvitað hlutverk forsetans að tala til allrar þjóðarinnar og líka þeirra sem eru ekki af íslenskum uppruna og eru ekki fædd hér en eru samt hluti af samfélaginu.“ Þannig bregst Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi við þegar hún er innt eftir því hvort þær breytingar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú boðað á innflytjendalöggjöfinni séu til marks um að hún hafi staðið gegn því að tökum yrði náð á landamærum Íslands síðustu árin.

Katrín er í ítarlegu viðtali í Spursmálum en það má meðal annars nálgast í spilaranum hér fyrir neðan:

Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benedtiksson.
Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benedtiksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka