Staðfesta 120 milljóna króna sekt á Arnarlax

Mat­væla­stofn­un tel­ur aðgæslu­leysi Arn­ar­lax hafi verið víta­vert og af­leiðing­ar þess …
Mat­væla­stofn­un tel­ur aðgæslu­leysi Arn­ar­lax hafi verið víta­vert og af­leiðing­ar þess mjög al­var­leg­ar. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Mat­vælaráðuneytið hef­ur staðfest 120 millj­óna króna stjórn­valds­sekt Mat­væla­stofn­un­ar á Arn­ar­lax ehf. fyr­ir að hafa brotið gegn skyldu um að til­kynna um strok á fiski og beita sér fyr­ir veiðum á strok­fiski.

Arn­ar­lax kærði ákvörðun Mast frá 25. nóv­em­ber 2022 og sagði for­send­ur áfrýj­un­ar vera að öll­um viðbragðsferl­um fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið fylgt til hins ítr­asta, sem og lög­um og regl­um. Það hafi bæði verið gert í aðdrag­anda óhapps­ins og í kjöl­far þess.

Frá­vik sem hefðu átt að vekja grun­semd­ir

Í úr­sk­urði mat­vælaráðuneyt­is­ins seg­ir að brot­in hafi fal­ist í því að Arn­ar­lax hafi ekki sinnt skyldu sinni til að til­kynna strok á eld­is­fiski úr einni kví í júní 2022 og fyr­ir að beita sér fyr­ir veiðum á 81.564 stroku­fisk­um.

Þá seg­ir að alls hafi 132.976 löx­um verið komið fyr­ir í kvínni í októ­ber 2020 og júlí 2021. Skráð af­föll voru 33.097 fisk­ar en í októ­ber 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reynd­ist fjöld­inn sem kom upp úr kvínni aðeins vera 18.315 lax­ar.

„Arn­ar­lax ehf. til­kynnti í ág­ústlok 2021 að gat hefði fund­ist á einni sjókví. Sam­kvæmt niður­stöðum MAST voru viðbrögð fyr­ir­tæk­is­ins þá í sam­ræmi við kröf­ur sem gerðar eru þegar slík­ir at­b­urðir eiga sér stað.

Þegar töl­ur úr slátr­un­inni úr kvínni í októ­ber 2022 lágu fyr­ir og ljóst var að ekki var hægt að gera grein fyr­ir af­drif­um rúm­lega 80 þúsund laxa, hóf MAST strax rann­sókn og krafði Arn­ar­lax meðal ann­ars um skýr­ing­ar á mis­ræmi í fóður­gjöf miðað við upp­gef­inn fjölda fiska.

Kom þá í ljós að veru­leg frá­vik höfðu orðið í fóður­gjöf í kví frá því í júní 2021, eða tveim­ur mánuðum áður en til­kynnt var um gatið. Þetta hefði átt að vekja sterk­ar grun­semd­ir fyr­ir­tæk­is­ins um að eitt­hvað al­var­legt væri á seyði,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

Um al­var­legt brot að ræða

Sam­kvæmt 1. gr. laga um fisk­eldi eru mark­mið lag­anna meðal ann­ars að stuðla að ábyrgu fisk­eldi og tryggja vernd­un villtra nytja­stofna.

Í þessu at­viki taldi MAST að um al­var­legt brot væri að ræða, bæði út frá um­fangi og hættu fyr­ir villta nytja­stofna og líf­ríki.

Mat­væla­stofn­un get­ur lagt stjórn­valds­sekt á þá aðila sem brjóta gegn skyldu um að til­kynna um strok á fiski og beita sér fyr­ir veiðum á strok­fiski, hvort sem um­rædd brot megi rekja til ásetn­ings eða gá­leys­is.

„Við ákvörðun sektar­fjár­hæðar ber hins veg­ar að líta til þess að um veru­lega al­var­legt brot er að ræða sem get­ur haft óaft­ur­kræf áhrif á villta nytja­stofna,“ seg­ir í úr­sk­urðinum. 

Þá er tekið fram að sú staðreynd að hægt hefði verið að koma í veg fyr­ir brotið, ef Arn­ar­lax hefði viðhaft eðli­lega grand­semi í rekstri sín­um, hafi aukið al­var­leika þess. 

Hægt er að lesa úr­sk­urð mat­vælaráðuneyt­is­ins hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert