Fjögur ný tilfelli kíghósta greindust á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Alls eru þau þá orðin sex en tvö greindust fyrr í mánuðinum. Það voru fyrstu tilfelli kíghósta sem greinst hafa hér á landi síðan árið 2019.
Um tengda fullorðna einstaklinga var að ræða í fyrstu tveimur tilfellunum og óvíst hvort smit þeirra tengist ferðalögum.
Smitin fjögur í vikunni greindust í börnum á aldrinum þriggja til 15 ára. Engin þeirra sex sem smitast hafa eru alvarlega veik en öll eru þau með einkenni að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis.
Segir hún í samtali við Morgunblaðið að sem betur fer hafi ung börn ekki enn greinst en þau geti verið mjög viðkvæm fyrir einkennum kíghósta.
Meira í Morgunblaðinu í dag, laugardag.