Tilfelli kíghósta orðin sex

Engin þeirra sex sem smitast hafa eru alvarlega veik en …
Engin þeirra sex sem smitast hafa eru alvarlega veik en öll eru þau með einkenni að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Samsett mynd/Árni Sæberg/Eggert Jóhannesson

Fjög­ur ný til­felli kíg­hósta greind­ust á höfuðborg­ar­svæðinu í vik­unni. Alls eru þau þá orðin sex en tvö greind­ust fyrr í mánuðinum. Það voru fyrstu til­felli kíg­hósta sem greinst hafa hér á landi síðan árið 2019.

Um tengda full­orðna ein­stak­linga var að ræða í fyrstu tveim­ur til­fell­un­um og óvíst hvort smit þeirra teng­ist ferðalög­um.

Eng­in al­var­lega veik

Smit­in fjög­ur í vik­unni greind­ust í börn­um á aldr­in­um þriggja til 15 ára. Eng­in þeirra sex sem smit­ast hafa eru al­var­lega veik en öll eru þau með ein­kenni að sögn Guðrún­ar Asp­e­lund sótt­varna­lækn­is.

Seg­ir hún í sam­tali við Morg­un­blaðið að sem bet­ur fer hafi ung börn ekki enn greinst en þau geti verið mjög viðkvæm fyr­ir ein­kenn­um kíg­hósta.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert