Betra aðgengi og brunavarnir

Til stendur að bæta aðgengi og laga aðstöðu fyrir fatlaða.
Til stendur að bæta aðgengi og laga aðstöðu fyrir fatlaða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðhald og endurbætur á Ráðherrabústaðnum standa ennþá yfir. Framkvæmdir hófust síðasta haust og er gert ráð fyrir að þeim ljúki um eða upp úr næstu áramótum. Endurnýjun húsgagna og húsbúnaðar mun þó taka lengri tíma.

Til stendur að bæta aðgengi og laga aðstöðu fyrir fatlaða. Umfangsmikill hluti framkvæmdarinnar er lagning vatnsúðakerfis til að tryggja brunavarnir í húsinu.

Hönnuðir verksins eru Plús-ark og Ferill verkfræðistofa. Framkvæmdaraðili er forsætisráðuneytið. Áætlaður kostnaður vegna endurnýjunar neysluvatnslagna, misturkerfis og hjólastólalyftu er um 30 milljónir. Aðrir hlutar eru enn í hönnun og kostnaðartölur því ekki tilbúnar. Verkið var ekki boðið út, m.a. vegna þess að lagnaleiðir í gömlu húsi sem þessu þurfti að finna samhliða verkinu, í samvinnu við hönnuði, verktaka og húseiganda.

Undanfarin ár hafa ríkisstjórnarfundir verið haldnir í Ráðherrabústaðnum en þeir voru áður í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Sökum þrengsla í Stjórnarráðshúsinu voru allir fundir færðir yfir í Ráðherrabústaðinn í mars 2020 þegar covid gekk yfir landið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert