Ferðamenn urðu strandaglópar í Gróttu

Björgunarsveitin Ársæll aðstoðaði tvo ferðamenn í Gróttu.
Björgunarsveitin Ársæll aðstoðaði tvo ferðamenn í Gróttu. Ljósmynd/Landsbjörg

Tveir ferðamenn urðu strandaglópar úti í Gróttu í dag. Rétt fyrir klukkan hálf sjö í kvöld óskuðu ferðamennirnir eftir aðstoð björgunarsveita við að komast í land, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Ferðamennirnir höfðu ekki gætt að flóði og urðu strandaglópar í eynni. 

Björgunarsveitarfólk frá Ársæli fóru á slöngubát til aðstoðar og tóku í land í Gróttu rétt um klukkan sjö, og flutti fólkið í land. 

Ekkert amaði að fólkinu en ekki verður göngufært úr Gróttu til lands fyrr en undir klukkan 22 í kvöld. 

Tvö útköll vegna foktjóns

Fyrr í dag sinnti Björgunarsveitin Dalvík tveimur útköllum vegna foktjóns. Þakgluggi á íþróttahúsinu fauk af, og þakplötur fuku af öðru húsi.

Verkefnunum var lokið um hálf fjögur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka