Fjórir enn í haldi vegna mögulegs manndráps

Jón segir að vænta megi tilkynningu frá lögreglu um eða …
Jón segir að vænta megi tilkynningu frá lögreglu um eða eftir hádegi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir eru enn í haldi lögreglu grunaðir um aðild að mögulegu manndrápi í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu í gær. 

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Hann segir að frumvinna málsins sé enn í gangi og að rannsókn málsins hafi staðið yfir í alla nótt. 

„Það er búin að vera vinna á fullu og sú vinna er enn í gangi.“

Jón Gunnar kveðst ekki geta farið út í málið nánar að svo stöddu, en að vænta megi tilkynningar frá lögreglu einhvern tímann um eða eftir hádegi. 

Þá gat hann ekki sagt til um kyn eða aldur þeirra sem eru í haldi eða hver tilkynnti um atvikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert