Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fjóra menn í gæsluvarðhald, sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í sumarhúsi í gær, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.
Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. apríl og hinir tveir til 24. apríl. Mennirnir voru allir úrskurðaðir á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta nú einangrun.
Sumarhúsið sem um ræðir er í landi Kiðjabergs í Grímsnesi, en Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfesti það í samtali við mbl.is.
Mennirnir eru allir af erlendum uppruna en búsettir hér á landi. Maðurinn sem lést var það einnig.