Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson vann alþjóðlega meistarann Hilmi Frey Heimisson í sjöttu umferð Íslandsmótsins í skák í Mosfellsbæ í dag.
Helgi er einn efstur með fimm og hálfan vinning og hefur hálfs vinnings forskot á Vigni Vatnar Stefánsson. Vignir vann alþjóðlega meistarann Dag Ragnarsson.
Einn vinningur er í Hilmir Frey og Hannes Hlífar Stefánsson. Aleksandr Domalchuk-Jonasson er fimmti með þrjá og hálfan vinning eftir sigur á Olgu Prudnykovu.
Guðmundur Kjartansson og Hjörvar Steinn Grétarsson gerðu jafntefli og Bárður Örn Birkisson hafði betur gegn Lenku Ptácníkovu.
Næsta umferð, sú sjöunda af ellefu, fer fram á þriðjudaginn.