Hægt að bera saman greiðslur í nýrri reiknivél

Reiknivél hefur verið opnuð vegna fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu.
Reiknivél hefur verið opnuð vegna fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Með nýrri reiknivél á vef Stjórnarráðsins geta örorkulífeyrisþegar borið saman hvað þeir fá í örorkulífeyri í núverandi greiðslukerfi og hvað þeir myndu fá í nýju greiðslukerfi.

Viðamiklar breytingar voru kynntar á kerfinu á fundi í Safnahúsinu fyrir hádegi. Á sama tíma var reiknivélin sett í loftið. 

Hafa skal í huga að reiknivélin miðast við þau sem hafa áunnið sér full réttindi í íslenska almannatryggingakerfinu, eru búsett hér á landi og hafa 75% örorkumat. Fólk sem þetta á ekki við um og sem slær inn sínar upplýsingar í reiknivélina mun fá rangar niðurstöður.

Hér má nálgast reiknivélina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert