Hraðstefnumót til að sporna gegn brottflutningi

Tveir fundir hafa þegar verið haldnir um mótun heildstæðrar stefnu …
Tveir fundir hafa þegar verið haldnir um mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit. Ljósmynd/Þingeyjarsveit

Hraðstefnumót til að aðstoða fólk við að finna maka innan sveitarfélagsins og sporna gegn brottflutningi var meðal þess sem kom til tals á fundi um mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit.

Tveir fundir hafa verið haldnir um stefnu sveitarfélagsins og var þar farið um víðan völl, að því er fram kemur á vef Þingeyjarsveitar.

Framtíðarhugmyndir voru margar og ólíkar en kjarninn í þeim væntumþykja gagnvart samfélaginu og náunganum,“ segir á vef Þingeyjarsveitar.

Nýta jarðvarma betur

Var meðal annars rætt um mikilvægi þess að nýta jarðvarmann betur, mikilvægi góðra vega, að Friðheimar norðursins ættu að rísa í Þingeyjarsveit og nauðsyn þess að efla hreyfingu eldri borgara og hringrásarkerfið.

Þá kemur fram að hugmyndir um hraðstefnumót innan þessa víðfeðma sveitarfélags hafi litið dagsins ljós á fundinum. „[K]annski þyrfti að aðstoða fólk við að finna maka innan sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir brottflutning.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert