Þeir Bata Osovina og Tata Osovina hafa undanfarið birt myndbönd á samfélagsmiðlum sínum þar sem þeir eru komnir mjög nálægt eldgosinu við Sundhnúkagíga.
Í einu myndbandinu sem hefur vakið mikla athygli sést hvernig þeir elda pylsur á pönnu með hjálp hitans af hrauninu.
Tæplega 14 þúsund notendur hafa lækað myndbandið af eldamennsku þeirra félaga.
Í annarri færslu virðast félagarnir vera komnir ansi nálægt hrauntungunni.
Greint var frá því síðastliðinn föstudag að búið væri að koma á laggirnar starfshópi sem ætti að skoða aukið aðgengi ferðamanna að eldgosinu.
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, hefur varað við þeirri hugmynd að opna fyrir aðgengi ferðamanna að gosstöðvunum.
Svæðið er skilgreint hættusvæði af Veðurstofu Íslands.
Á laugardag týndist hópur fólks við gosstöðvarnar og þurfti að kalla út björgunarsveitir til að finna fólkið.
Í gærkvöldi var greint frá Dacia Duster-bifreið sem virtist vera föst úti í hrauninu en ekki hafði verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita.