Yfirvöld gengu langt í því að hnýsast í einkalíf íslenskra kvenna á hernámsárunum og vilja sumir tala um njósnir í því sambandi. Fylgst var með konum sem taldar voru vera í „ástandinu“ eins og Íslendingar kölluðu það ef íslenskar konur áttu í samskiptum við erlenda hermenn. Siðapostular töldu slíkt til merkis um slæmt siðferði og þessum þyrfti beinlínis að hjálpa við að koma þeim inn á brautir sem siðapostulum líkaði.
„Vorið 1941 fól Hermann Jónasson forsætisráðherra Jóhönnu Knudsen fyrrverandi yfirhjúkrunarkonu að stýra tveggja mánaða lögreglurannsókn á samneyti hermanna og íslenskra kvenna. Jóhanna hafði nokkra einstaklinga á sínum snærum sem gáfu oft afar nákvæmar upplýsingar um einkahagi þessara kvenna,“ segir Bára Baldursdóttir sagnfræðingur sem sendi frá sér bók um ástandsárin í desember.
Í dag segir hún frá rannsóknum sínum í Fræðakaffi á Borgarbókasafninu Spönginni klukkan 16.30.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.