Tæknideild komin norður vegna andlátsins

Starfsmenn tæknideildar lögreglu eru komnir á staðinn.
Starfsmenn tæknideildar lögreglu eru komnir á staðinn. mbl.is/Þorgeir

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er komin til Akureyrar til að rannsaka andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri sem sagt er hafa borið að með saknæmum hætti.

Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra í samtali við mbl.is. 

Páley Borgþórsdóttir.
Páley Borgþórsdóttir.

„Við getum ekkert tjáð okkur að öðru leyti en því að við teljum að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Páley. 

Maður var handtekinn í morgun en lögregla var kölluð að fjölbýlishúsinu um klukkan hálf fimm í morgun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert