Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er komin til Akureyrar til að rannsaka andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri sem sagt er hafa borið að með saknæmum hætti.
Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra í samtali við mbl.is.
„Við getum ekkert tjáð okkur að öðru leyti en því að við teljum að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Páley.
Maður var handtekinn í morgun en lögregla var kölluð að fjölbýlishúsinu um klukkan hálf fimm í morgun.