Tveimur sleppt: Umfangsmikil rannsókn

Búið er að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra fjögurra sem …
Búið er að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra fjögurra sem grunaðir voru um aðild að málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra fjögurra karlmanna sem teknir voru höndum grunaðir um aðild að manndrápi í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu í fyrradag.

Gæsluvarðhald hinna tveggja stendur að óbreyttu til 30. apríl. 

Í fullum gangi

Í tilkynningu segir að rannsóknin sé umfangsmikil en miði ágætlega og sé enn í fullum gangi. 

Þá kveðst lögreglan ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert