Geir Áslaugarson
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is.
Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að tæknideild lögreglunnar væri komin til Akureyrar til þess að rannsaka málið.