Átta morðmál á aðeins tólf mánuðum

Frá vettvangi rannsóknar í Kiðjabergi á Suðurlandi í gær.
Frá vettvangi rannsóknar í Kiðjabergi á Suðurlandi í gær. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Alls hafa þrjú mál komið upp hér á landi það sem af er ári, þar sem grun­ur er uppi um mann­dráp. Í fyrra voru þau fimm, sem var tals­vert yfir meðaltali und­an­far­inna ára. Fyrst þeirra mála kom upp þann 20. apríl í fyrra.

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræðing­ur seg­ir erfitt að meta hvort um sé að ræða raun­veru­lega sam­fé­lags­lega breyt­ingu eða ein­hvern topp sem fer aft­ur niður.

„Okk­ur hef­ur fjölgað svo rosa­lega mikið. Það væri því ekk­ert skrítið að við mynd­um sjá fleiri mann­dráps­mál núna en segj­um fyr­ir 25 árum,“ seg­ir Mar­grét.

Þegar litið er til Norður­land­anna er Ísland enn með held­ur lægri tíðni mann­drápa miðað við höfðatölu en Dan­mörk, Svíþjóð og Finn­land, en svipaða tíðni og Nor­eg­ur.

Mar­grét bæt­ir við að vegna þess að Íslend­ing­ar eru svo fáir og mann­dráp­in hafi sögu­lega verið fá séu meiri sveifl­ur í okk­ar töl­um. Bend­ir hún á að sum ár komi eng­in mann­dráps­mál upp en önn­ur ár séu þau til að mynda fjög­ur.

Vegna þess að Ísland er enn lítið sam­fé­lag þá veki hvert mál mikla at­hygli. Það sé skilj­an­legt og að við vild­um ekki hafa það þannig að svona al­var­leg mál snertu sam­fé­lagið ekki.

Hún bæt­ir þó við að hún telji mis­mun­andi eft­ir því hvernig mál koma upp hversu mikla at­hygli þau fá.

„Ef við tengj­um til dæm­is við þolend­ur held ég að það hafi meiri áhrif á okk­ur.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert