Átta morðmál á aðeins tólf mánuðum

Frá vettvangi rannsóknar í Kiðjabergi á Suðurlandi í gær.
Frá vettvangi rannsóknar í Kiðjabergi á Suðurlandi í gær. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Alls hafa þrjú mál komið upp hér á landi það sem af er ári, þar sem grunur er uppi um manndráp. Í fyrra voru þau fimm, sem var talsvert yfir meðaltali undanfarinna ára. Fyrst þeirra mála kom upp þann 20. apríl í fyrra.

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir erfitt að meta hvort um sé að ræða raunverulega samfélagslega breytingu eða einhvern topp sem fer aftur niður.

„Okkur hefur fjölgað svo rosalega mikið. Það væri því ekkert skrítið að við myndum sjá fleiri manndrápsmál núna en segjum fyrir 25 árum,“ segir Margrét.

Þegar litið er til Norðurlandanna er Ísland enn með heldur lægri tíðni manndrápa miðað við höfðatölu en Danmörk, Svíþjóð og Finnland, en svipaða tíðni og Noregur.

Margrét bætir við að vegna þess að Íslendingar eru svo fáir og manndrápin hafi sögulega verið fá séu meiri sveiflur í okkar tölum. Bendir hún á að sum ár komi engin manndrápsmál upp en önnur ár séu þau til að mynda fjögur.

Vegna þess að Ísland er enn lítið samfélag þá veki hvert mál mikla athygli. Það sé skiljanlegt og að við vildum ekki hafa það þannig að svona alvarleg mál snertu samfélagið ekki.

Hún bætir þó við að hún telji mismunandi eftir því hvernig mál koma upp hversu mikla athygli þau fá.

„Ef við tengjum til dæmis við þolendur held ég að það hafi meiri áhrif á okkur.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka