Bifreið ekið á skrifstofu Útlendingastofnunar

Rúðan brotnaði og ofnlögn fór í sundur.
Rúðan brotnaði og ofnlögn fór í sundur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bifreið var ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunar á Dalvegi um klukkan hálffjögur. Einn hefur verið fluttur á slysadeild með áverka.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en lögreglustöðin er einnig til húsa á Dalvegi.

Maður við vinnu nálægt glugganum slasaðist.
Maður við vinnu nálægt glugganum slasaðist. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steig óvart á bensíngjöfina

Að sögn Gunnars var ekki um viljaverk að ræða. Hafði eldri kona sem var að leggja í stæði fyrir mistök stigið á bensíngjöfina er hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bifreiðin fór í gegnum rúðu. 

Karlmaður sem sat við vinnu nálægt glugganum slasaðist en þó ekki alvarlega. Hefur hann verið fluttur á slysadeild.

Dælubíll var sendur á vettvang.
Dælubíll var sendur á vettvang. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá fór ofnlögn jafnframt í sundur og flæddi heitt vatn um gólfin.

Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að dælubíll og sjúkrabíll hafi verið sendir á vettvang.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka