Mest spennandi kosningar í áratugi

Eiríkur Bergmann.
Eiríkur Bergmann. mbl.is/Kristófer Liljar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir komandi forsetakosningar virðast ætla að verða einar þær mest spennandi síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands árið 1980. Enginn einn frambjóðandi hafi á þessu stigi tekið fram úr hinum og línurnar því enn óskýrar.

Vísar hann til þess að þegar Ólafur Ragnar Grímsson náði kjöri árið 1996 og Guðni Th. Jóhannesson 2016 hafi þótt ljóst nokkuð snemma hver yrði forseti.

„Núna er enginn slíkur. Maður hefði getað haldið að Katrín [Jakobsdóttir] yrði þessi frambjóðandi en hún er alla vega ekki orðin það enn þá,“ segir Eiríkur í Dagmálum í dag.

Halla Hrund Logadóttir mælist nú með 18% fylgi og eykst fylgi hennar mikið í könnunum milli vikna. Aðspurður kveðst Eiríkur sjá líkindi milli Höllu Hrundar og Vigdísar á sínum tíma.

„Áran yfir henni, hvernig hún ber sig og sýnin á embættið. Og svona þetta þjóðlega en um leið þetta framsækna sem virðist fylgja henni,“ segir Eiríkur.

Spurður hvort hann telji það vonbrigði fyrir Katrínu að mælast ekki með meira fylgi en raun ber vitni segir hann að svo gæti verið. „Ég held að einhverjir hafi átt von á að hún myndi stinga af og þetta væri bara búið spil.“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka