Ris Höllu Hrundar breytir myndinni

Kapphlaupið um embætti forseta Íslands er nú á milli fjögurra frambjóðenda, að mati Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Baldur Þórhallsson, Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr mælast með mest fylgi í fylgiskönnun Prósents sem birtist í blaðinu í gær.

„Fylgið er á floti, það er ekki búið að setjast enn þá. Jafnvel þó svo að Baldur og Katrín hafi verið að mælast á svipuðum slóðum. Þó að mynstrið sé að byrja að koma í ljós, þá er það ekki búið að setjast enn þá. Þetta gríðarlega ris Höllu breytir þeirri mynd,“ segir Eiríkur í Dagmálum á mbl.is í dag.

Þjóðin óútreiknanleg

Halla mælist í könnun Prósents með 18% fylgi og mælist örlítið hærri en Jón Gnarr. „Nú er hún mætt til leiks sem alvöru frambjóðandi,“ segir Eiríkur.

Spurður að því hvað hann telji skýra þetta mikla ris Höllu Hrundar segir Eiríkur að henni fylgi ferskur andblær.

„Íslenska þjóðin er dálítið skrítin skepna þegar kemur að forsetakjöri. Þjóðin verður oft frekar óútreiknanleg þegar kemur að þessu kjöri og í því gilda allt önnur lögmál en í sveitarstjórnarkosningum og þingkosningum þar sem hægt er að sjá hlutina frekar fyrir. Þjóðin hefur oft leitað eftir einhvers konar mótvægi við ríkjandi ástand, einhverjum valkosti sem aðeins sveigir til myndina. Aðrir frambjóðendur [en Halla] eru innan úr því mengi,“ segir Eiríkur. 

Kort/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert