Beint frá Kína

He Rulong sendiherra.
He Rulong sendiherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

He Rulong, sendi­herra Kína á Íslandi, seg­ir viðræður standa yfir um beint flug frá Kína til Íslands. Rætt sé um að það geti orðið að veru­leika á næstu þrem­ur til fimm árum en hann vilji sjá það verða að veru­leika fyrr.

Þetta kom fram í há­deg­is­verðarboði í kín­verska sendi­ráðinu í gær.

Sendi­herr­ann sagði slíkt beint flug geta skapað marg­vís­leg tæki­færi í ís­lenskri ferðaþjón­ustu. Þá sé þess að vænta að kín­versk­um ferðamönn­um muni fjölga og metið frá 2019 senn falla en þá voru 139 þúsund brott­far­ir Kín­verja frá Kefla­vík­ur­flug­velli, sam­kvæmt töl­um frá Ferðamála­stofu.

Tæki­færi í innviðum

Sendi­herra Kína sagði jafn­framt unnið að upp­færslu á fríversl­un­ar­samn­ingi Íslands og Kína.

Hann sagði aðspurður að kín­versk fyr­ir­tæki kynnu að sýna því áhuga að byggja upp sam­göngu­innviði á Íslandi. Nefndi svo umræður um að gera göng til Vest­manna­eyja. Þá boðaði sendi­herr­ann tíðari sam­skipti valda­manna í báðum ríkj­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert