Eldur kom upp í gámi á geymslusvæði í Vatnagörðum og steig töluverður reykur upp.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var verið að flytja gáminn í gámabíl þegar bílstjórinn varð var við reyk. Hann flutti gáminn þá á opið svæði.
Tilkynning um eldinn barst um klukkan korter yfir ellefu.
Ekkert er í hættu á svæðinu, segir varðstjórinn, en í gámnum eru gömul bílhræ.
Tvær dælubílar voru sendir á vettvang.