Hönnun sem bætir líf manna

Öll hönnunin miðar að því að styrkleikar íbúanna nýtist sem …
Öll hönnunin miðar að því að styrkleikar íbúanna nýtist sem best og þeir geti notið lífsins sem mest. Ljósmynd/Benjamin A. Ward/Nordic Office of Architecture

„Hönnun sem byggist á gæðum almenningsrýma, og gerir ráð fyrir samþættingu borgarskipulags og almenningssamgangna um leið og hún mætir fjölbreyttum þörfum notenda, er eitt af stórum viðfangsefnum borgarhönnunar í dag,“ segir Jóhanna Helgadóttir arkitekt og skipulagsfræðingur en í gær tók Nordic Office of Architecture í Hallarmúla þátt í Hönnunarmars með erindum um inngildingu, mannlega nálgun, í arkitektúr og borgarskipulagi.

Fullt hús var hjá arkitektastofunni og á meðan Jóhanna ræddi um hvað þyrfti að skoða í góðri hönnun borgarsvæða með tilliti til samgangna, aðgengis og borgarrýma sem stuðla að góðu mannlífi ræddi kollegi hennar frá skrifstofunni í Ósló, Camilla Heier Anglero, um Carpe Diem-heimilið í Bærum í Noregi, sem er sérstaklega hannað fyrir íbúa með heilabilunarsjúkdóma. Hönnun þess miðar að því að styrkleikar íbúanna nýtist sem best og þeir geti lifað góðu lífi vegna góðra hönnunarlausna sem geri alla umferð um rýmið þægilega, aðgengilega og skýra fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma.

„Í hönnun Carpe Diem-heimilisins kristallast mikið af þeirri hugmyndafræði sem við erum að skoða í dag um góðar þarfagreiningar og skipulag umhverfis sem býður upp á gott mannlíf sem stuðlar að virkni og samskiptum,“ segir Jóhanna og Camilla bætir við að heimilið sé byggt upp á kennileitum sem íbúarnir eigi auðvelt með að fylgja.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert