Kranavatn á Seyðisfirði mengað

Vatn úr krönum við Strandarveg á Seyðisfirði reyndist mengað við …
Vatn úr krönum við Strandarveg á Seyðisfirði reyndist mengað við skoðun HEF-veitna. Samsett mynd/mbl.is/AFP

Undarleg lykt hefur verið af vatni úr krönum við Strandarveg á Seyðisfirði í vikunni og tóku HEF-veitur sýni úr vatninu sem leiddi í ljós mengun. 

Austurfrétt greinir frá þessu.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvers kyns mengun sé um að ræða en eru íbúar og rekstraraðilar við Strandarveg beðnir um að sjóða allt neysluvatn til öryggis þar til ráðin hefur verið bót á vandanum. 

Óhapp í Síldarvinnslunni

Haft er eftir framkvæmdastjóra HEF-veitna, Aðalsteini Þórhallssyni, að óhapp hafi orðið í bræðsluhúsi Síldarvinnslunnar við Strandarveg sem hafi uppgötvast vegna lyktarinnar. Kveðst hann binda vonir við að aðeins sé um lykt að ræða en best sé að hafa allan vara á þar til annað sýni hefur verið tekið á föstudaginn.

HEF-veitur muni í kjölfarið upplýsa um stöðu mála, hvers kyns mengun sé um að ræða og hvort óhætt sé að neyta vatns úr krana á ný við Strandarveg.

Umfjöllun Austurfréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka