Eldur kom upp í byggingarplasti á byggingarsvæði við Sigtún í Reykjavík nú á ellefta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gaus upp mikill svartur reykur, líkt og gerist þegar kviknar í plasti.
Hins vegar tókst að slökkva eldinn fljótt og er slökkvilið að mestu farið af svæðinu, utan eins slökkvibíls.
Byggingarsvæðið er fyrir aftan bandaríska sendiráðið sem stendur við Engjateig.
Fréttin hefur verið uppfærð.