„Þessar viðtökur voru mjög ánægjulegar,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson bókaútgefandi með meiru.
Óhætt er að segja að sýningin Undir stækkunargleri þar sem Gyrðir Elíasson sýndi myndverk sín í Garði í Suðurnesjabæ hafi slegið í gegn. Alls voru um tólf hundruð myndir til sýnis og sölu og seldust þær afar vel. Svo vel að löng röð myndaðist síðasta sunnudag þegar kaupendur sóttu myndir sínar.
Gyrðir baðst undan viðtali þegar Morgunblaðið hafði samband við hann eftir helgina en vísaði á útgefanda sinn, Aðalstein Ásberg. Hann segir að sýningin hafi vakið mikla athygli.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.