Kristján Jónsson
Þótt fasteignamarkaðurinn á Íslandi hafi kólnað í verðbólgunni má greina töluvert lífsmark í sölu íbúðarhúsnæðis. Í það minnsta hafa 22 íbúðir af 36 í Hringhamri á Völlunum í Hafnarfirði selst, að sögn Svans Karls Grjetarssonar, húsasmíðameistara og framkvæmdastjóra MótX ehf.
„Nú eru rúmar tvær vikur frá því að við hófum að selja og 22 íbúðir eru farnar af 36. Er það framar öllum vonum. Auk þess eru einhverjir áhugasamir kaupendur sem hafa látið merkja sér íbúðir í öðrum byggingum sem við erum með en við erum með þrjár blokkir á svæðinu,“ útskýrir Svanur og nefnir að til standi að fá Svansvottun.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.