„Það þarf að vinna mikinn fjölda upp“

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi.
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vit­und­ar­vakn­ingu um bólu­setn­ing­ar barna á Íslandi var ýtt úr vör í heilsu­gæslu Efra Breiðholts í há­deg­inu í dag.

Unicef, sótt­varna­svið embætti land­lækn­is og Control­ant efndu til vit­und­ar­vakn­ing­ar­inn­ar en bak­slag hef­ur orðið í lyk­il­bólu­setn­ing­um barna víða um heim á síðastliðnum árum, þar á meðal á Íslandi.

„Við höf­um séð þróun bæði er­lend­is og hér heima í fram­haldi af heims­far­aldri Covid-19 þar sem að þátt­taka í bólu­setn­ing­um hef­ur dreg­ist sam­an. Um leið og bólu­setn­ing­ar­hlut­föll­in fara minnk­andi þá minnk­ar alls­herj­ar­vörn­in. Við erum að von­ast til þess að ná til allra til þess að fá fleiri í bólu­setn­ingu,“ seg­ir Birna Þór­ar­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Unicef á Íslandi.

Vegg­spjald á tíu tungu­mál­um

Til að vekja at­hygli á átak­inu hafa Unicef, Control­ant og embætti land­lækn­is út­búið vegg­spjald á tíu tungu­mál­um með upp­lýs­ing­um um hvernig hægt er að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um bólu­setn­ing­ar og fara með börn­in sín í bólu­setn­ing­ar.

„Með því að fá þetta plakat og þetta mynd­efni í sem víðtæk­ustu dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum, þá von­umst við til að ná til allra.“

Gátu ekki sinnt bólu­setn­ing­un­um til lengri tíma

Á tíma­bil­inu sem kennt hef­ur verið við Covid-19 fengu yfir 67 millj­ón­ir barna ekki reglu­bundn­ar bólu­setn­ing­ar.

Má bak­slagið m.a. rekja til þess að fram­línu starfs­fólk sem venju­lega sinnti reglu­bundn­um bólu­setn­ing­um gat ekki sinnt þeim í lengri tíma, að sögn Birnu. 

„Það þarf að vinna mik­inn fjölda upp og þegar færri börn fá bólu­setn­ing­ar þá minnk­ar alls­herj­ar­vörn­in og þá sjá­um við sjúk­dóma fara aft­ur á stjá sem ann­ars hefði verið haldið í skefj­um með víðtækri bólu­setn­ingu,“ seg­ir Birna og held­ur áfram:

„Þess­ir sjúk­dóm­ar sem við erum að sjá koma hingað til lands, kíg­hósti og misl­ing­ar – berkl­ar eru sömu­leiðis áhyggju­efni ann­ars staðar í Evr­ópu, þetta eru allt sjúk­dóm­ar sem er hægt og er bólu­sett fyr­ir. Við þurf­um meiri vörn til að þeir nái sér ekki á strik.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert