Vélsleðaslys: Þyrlan kölluð út á mesta forgangi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á öðrum tímanum í dag vegna vélsleðaslyss í Flateyjardal á Norðurlandi. Var þyrlan kölluð út á mesta forgangi.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. 

Þyrlan tók á loft laust fyrir klukkan 14 frá Reykjavík og er sá slasaði var fluttur á Akureyrarflugvöll og þaðan með sjúkrabíl á Sjúkrahús Akureyrar. 

Ásgeir kveðst ekki geta veitt frekari upplýsingar um líðan einstaklingsins eða slysið.

Uppfært 16:40

Fyrr sagði í fréttinni að einstaklingurinn hefði verið fluttur með þyrluflugi á Landsspítalann í Reykjavík. Það er ekki rétt heldur var hann fluttur til Akureyrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert