Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson eiga einir von um að hreppa Íslandsmeistaratitilinn í skák. Mætast þeir í lokaumferðinni.
Var það endanlega ljóst eftir úrslit áttundu umferðar í gær. Níunda umferðin af ellefu hefst klukkan 15 í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu Skáksambands Íslands
Helgi Áss hefur 7½ vinning eftir að hafa fengið frían vinning á Héðni Steingrímssyni sem hætti í mótinu eftir sex umferðir. Vignir Vatnar vann, Íslandsmeistara kvenna, Olgu Prudnykovu, og er annar með 6½ vinning.
Hilmir Freyr Heimisson, Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Hannes Hlífar Stefánsson hafa 4½ vinning og hafa því aðeins tölfræðifræðilega möguleika á toppsætinu.
Aleksandr og Hannes gerðu jafntefli í innbyrðis skák en Hilmir tapaði á mótinu Guðmundi Kjartanssyni.
Þá vann Hjörvar Steinn Grétarsson hann Bárð Örn Birkisson og Dagur Ragnarsson lagði Lenku Ptácníkovu að velli.
Staðan:
1. Helgi Áss Grétarsson 7½ v.
2. Vignir Vatnar Stefánsson 6½ v.
3.-5. Hilmir Freyr Heimisson, Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Hannes Hlífar Stefánsson 4½ v.
6. Guðmundu Kjartansson 4 v.
7.-8. Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Ragnarsson 3½ v.
9.-10. Bárður Örn Birkisson, og Héðinn Steingrímsson (hættur) 3 v.
11. Lenka Ptácníková 2 v.
12. Olga Prudnykova 1½ v.