Hiti gæti náð 13 stigum

Sumardagurinn fyrsti er í dag.
Sumardagurinn fyrsti er í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt verður í dag, sumardaginn fyrsta. Það verður bjart í veðri sunnan- og vestanlands þar sem hiti gæti náð 13 stigum.

Á Norður- og Austurlandi aftur á móti þykknar upp og er útlit fyrir heldur svalara veður en síðustu daga. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig að deginum.

Svipað veður á morgun, en þá bætir aðeins í vind og lítilsháttar él norðaustan til annað kvöld.

Á laugardag bætir svo  í úrkomu um landið norðaustan- og austanvert. Dálítil snjókoma eða él verða þar en áfram bjart sunnan- og vestan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert