Kindurnar bera úti og lömbin drepast

Nýborin kind.
Nýborin kind. Ljósmynd/Steinunn Árnadóttir

Stein­unni Árna­dótt­ur dýra­vernd­un­ar­sinna blöskr­ar slæm meðferð á kind­um á sveita­bæ í Borg­ar­f­irði sem standa úti all­an árs­ins hring og bera nú eft­ir­lits­laust í vor­hret­inu er sauðburður er geng­inn í garð.

Hún hef­ur margsinn­is til­kynnt meðferðina á bú­fénu til Mat­væla­stofn­un­ar án þess að brugðist sé við með full­nægj­andi hætti. Enn standa kind­urn­ar úti og hafa þónokk­ur ný­bor­in lömb drep­ist.

Ljós­mynd/​Stein­unn Árna­dótt­ir

„Þetta er bú­inn að vera ljót­ur blett­ur á bænda­stétt­inni og sveit­ar­fé­lag­inu í lang­an lang­an tíma,“ seg­ir Stein­unn.

„Það virðist vera að það sé opið inn í ein­hver hús. En þær eru nátt­úru­lega bara úti – kind­ur svo sem vilja hafa aðstöðu úti, þær eru með þessa ull og halda vel á sér hita en þegar sauðburður er og það er frost og það er rign­ing og það er snjór og rok, og þær eru að bera úti – það er eitt­hvað sem sam­ræm­ist ekki lög­um um vel­ferð dýra. Eng­an veg­inn. Þá eiga þær að njóta skjóls.“ 

Ber bein blöstu við

Stein­unn birti á dög­un­um mynd­ir þar sem minnst ein kind var kom­in að burði og önn­ur kind virðist ný­bor­in. Þá má sjá lömb, þar af eitt sem virðist liggja dautt.

Að sögn Stein­unn­ar voru nokkr­ar kind­ur í miðjum burði er hún keyrði fram hjá bú­fénu. Eng­inn fylgd­ist þó með nema hrafn­inn sem gæddi sér á einu lambi. Seg­ir hún ber bein hafa blasað við.

Steinunn segir umráðamenn dýranna reglulega hirða upp lambshræ.
Stein­unn seg­ir umráðamenn dýr­anna reglu­lega hirða upp lambs­hræ. Ljós­mynd/​Stein­unn Árna­dótt­ir

„Þær eru að bera al­gjör­lega eft­ir­lits­laust, það er eng­inn sem fylg­ist með þarna,“ seg­ir Stein­unn sem full­yrðir jafn­framt að umráðamenn dýr­anna hirði reglu­lega upp lambs­hræ­in.

„Það er eft­ir­litið sem þess­ar skepn­ur fá.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert