Krefjast stöðvunar framkvæmda

Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir.
Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hús­fé­lagið Völ­und­ur sem er fé­lag íbúðar­eig­enda í sex hús­um við Klapp­ar­stíg og einu við Skúla­götu hef­ur kært breyt­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar á deili­skipu­lagi svæðis við Skúla­götu til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála, en fram­kvæmd­ir við enda­stöð Strætó standa þar yfir.

Jafn­framt er þess kraf­ist að fram­kvæmda­leyfi verði úr gildi fellt og all­ar fram­kvæmd­ir verði stöðvaðar taf­ar­laust á meðan málið er til meðferðar hjá nefnd­inni.

Breyt­ing var gerð á deili­skipu­lagi svæðis­ins með samþykkt í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur í janú­ar sl. Í kær­unni er full­yrt að deili­skipu­lagstil­lag­an sem samþykkt var sé ekki í sam­ræmi við gild­andi aðal­skipu­lag og því óheim­il. Þá eru í kær­unni reifuð mörg önn­ur sjón­ar­mið þar sem lög­mæti breyt­ing­ar á deilu­skipu­lagi er dregið í efa.

Rót­tæk og al­var­leg breyt­ing

Þannig er bent á í grein­ar­gerð lög­manns Völ­und­ar að hin meinta ólög­mæta breyt­ing á deili­skipu­lagi svæðis­ins feli í sér rót­tæka og al­var­lega breyt­ingu á land­notk­un sem feli í sér að í stað þess að vera tak­mörkuð, verði á reitn­um um­fangs­mik­il at­vinnu­starf­semi sem hafi mik­il áhrif á aðliggj­andi fast­eign­ir.

Reit­ur­inn sé skv. aðal­skipu­lagi skil­greind­ur fyr­ir skrif­stof­ur og þjón­ustu í blandaðri miðborg­ar­byggð og að starf­sem­in falli að íbúðarsvæðunum. Sú starf­semi Strætós sem koma eigi fyr­ir á reitn­um, þ.e. skipti- og enda­stöð stræt­is­vagna, sé aft­ur á móti mjög meng­andi og falli ekki að íbúa­byggðinni.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert