Sinueldur í Reykjanesbæ

Slökkviliðsmenn reyna nú að ná tökum á brunanum
Slökkviliðsmenn reyna nú að ná tökum á brunanum Ljósmynd/Lögreglan

Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Eru slökkviliðsmenn komnir á vettvang til að ná tökum á brunanum. Íbúar í grennd eru hvattir til að loka gluggum vegna mengunar.

Þetta staðfestir Ómar Ingimarsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við mbl.is.

Ómar kveðst hvorki vera með upplýsingar um umfang sinueldsins né hvernig aðgerðirnar ganga.

Hann nefnir þó að slökkviliðsmenn á vettvangi hafi ekki beðið um frekari aðstoð.

Mikinn reyk hefur lagt yfir svæðið í grennd við brunann og lögreglan á Suðurnesjum hvetur íbúa grennd til þess að loka gluggum, að því er fram kemur í Facebook-færslu lögreglunnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Brunavarnir Suðurnesja eru á vettvangi.
Brunavarnir Suðurnesja eru á vettvangi. Ljósmynd/Kacper Agnar Kozlowski
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Kacper Agnar Kozlowski
Ljósmynd/Kacper Agnar Kozlowski
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert